Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, desember 14, 2006

USA BaBy ;)

Þá er komið að stóru stundinni!!! Erum að fara að leggja af stað eftir 20 mín. uppá völl og það er kominn smá spenna í mann :)

Viktor fór að sofa klukkan eitt og það var ekkert smá erfitt að kveðja hann :(

En ég ætla að kveðja í bili...

Heyrumst seinna ;)

Íris ameríku farinn!

laugardagur, nóvember 11, 2006

Kominn tími til...

.. að blogga!!!

Helló jelló

Dí ég veit ekki hvar ég get byrjað... ég hef svo rosalega mikið að segja ykkur :)

Ég ætla að byrja segja ykkur frá litla og mesta krúttinu.. Viktor er byrjaður að skríða útum allt og standa upp og svo labba meðfram öllu. Hann reynir að herma eftir léttum orðum einsog; jæja, mamma og einn. Sem er bara krúttlegt :) Svo komst hann uppí sófa um daginn aleinn og sat þar bara voða ánægður með sjálfann sig. Svo er hann svo góður við okkur. Hann er alltaf að koma til okkar og leggjast á okkur og segja aaa. Og svo er hann aaa við boltana sína og bangsana sína. En nóg frá litla krúttinu mínu.

Stóra krúttið mitt stóð sig svona rosalega vel á fótboltatímabilinu. Var næst markahæðstur með 18 mörk. Nanskog, (hinn framherjinn í Stabæk) var markahæðstur með 19 mörk þannig að þeir voru án efa besta framherjaparið þetta tímabil. En Veigar var síðan valinn leikmaður stuðningsmanna og blaðsins Budstikka. Síðan var hann tilnefndur sem besti framherjinn, ásamt þrem öðrum og síðan var hann líka tilnefndur besti leikmaðurinn, einnig ásamt þrem öðrum. Og svo var hann valinn í lið ársins. En hann er einmitt núna á einni verðlaunaafhendingu, svo er hin á morgun, þannig að það verður gaman að sjá hvort hann fái einhver verðlaun. Annars er það mjög mikill heiður að vera tilnefndur :) Hann er sigurvegari þótt hann fái enginn verðlaun... iiiii... ógeðslega væmin eitthvað :)

Annars erum við búinn að panta far heim til Íslands. Við komum heim 30. nóvember :) Síðan verður stórafmæli hjá Viktori 2. desember. Fyrsta afmælið.. og mömmunni hlakkar svo til :)

Síðan gerðum ég og Veigar okkur lítið fyrir og pöntuðum okkur ferð til Minneapolis í dag :) Förum 14. des og komum heim 19... :) 5 nætur og litli gutti verður hjá ömmu og afa á meðan. Fyrsta skiptið sem ég fer í burtu frá honum. Það á örugglega ekki eftir að vera létt að kveðja hann :( En ég get þó huggað mig við það að ég er að fara að V E R S L A í M A L L O F A M E R I C A ! ! !

Ég veit að ég á eftir að höndla Mall of America... það er bara spurning með Veigar. Það hlýtur að vera hægt að leigja svona karlakerrur eða setja þá í Karlaland :)

Ég er búin að vera að skoða á netinu hvernig þetta mall er og það eru ekki nema 400 búðir í því!!! En núna er svo langt síðan ég fór til USA baby að ég bara spyr: ER EINHVER SEM VEIT HVAÐ ER INN Í DAG??? er ekki einhver búð sem maður verður að fara í... eða borða á einhverjum ákveðnum stað eða hvaða kaffi er best á Starbucks Kaffe og svo f.v. Please let me know!!! (aðeins að æfa mig á amerískunni)
Hey tjékkið á þessu : http://www.mallofamerica.com/

En við vorum voða grand á því og pöntuðum okkur 4 og hálfs stjörnu hótel. Tjékk it out http://www.ichotelsgroup.com/h/d/cp/1/en/hotel/mspao;jsessionid

Við ætlum að hafa það voða gott og notalegt bara svona tvö ein. Við erum búin að vera saman í 9 ár og aldrei farið saman í frí erlendis. Það er sko alveg kominn tími á það :)

En þetta verður ekki lengra í dag.. og einsog Tyra Banks segir :

LATER!!!

laugardagur, september 23, 2006

True true

You Are Likely a First Born
At your darkest moments, you feel guilty.At work and school, you do best when you're researching.When you love someone, you tend to agree with them often.
In friendship, you are considerate and compromising.Your ideal careers are: business, research, counseling, promotion, and speaking.You will leave your mark on the world with discoveries, new information, and teaching people to dream.
The Birth Order Predictor


Stemmir :) Ég víst sú elsta og vitrasta... múhhaaa. En ekki sú stæðsta :) hehehe

Milan Milan ;)

You Belong in Milan
Stylish and sophisticated, you want to enjoy a truly European life - away from tourists!Milan fits you perfectly. Great shopping, high quality food, lots of culture... with very little hype.
What European City Do You Belong In?

23/09/06

Hæ hæ...........

* Amma og afi eru komin og farin... Það var alveg rosalega gaman hjá okkur og sko mikið gert á þessum 8 dögum :) Það var tekinn þessi sami "turistapakki" sem er alltaf tekinn þegar gestir koma ;)

* Seinasta föstudag var farið í grillpartý til Stebba og Hörpu. Indriði og Jóhanna voru líka þarna og það var kjaftað langt fram eftir kvöldi. Ég var samt svo mikill auli að brenna mig rétt áður en við fórum til þeirra. Ég brendi mig á 3 puttum og þurfti því að vera með höndina í köldu vatni allt kvöldið ;)

* Mikil tíðindi í þvotta-málunum mínum..... Við erum komin með þurkara "BROS" og núna er ennþá skemmtilegra að þvo þvott!!!

* Fyrir einhverjum vikum síðan kom íslenskur útvarpsmaður og tók viðtal við mig.... ég er að segja frá því núna því þá er engin hætta á að þið heyrið það :) Hann var að spurja mig útí það hvernig það sé svo að vera með fótboltamanni :) Ennn nóg með það!!! Fannst ekkert voða spes að heyra mig tala í útvarpinu!

* Ég og Veigar fórum í Puma umboðið um daginn og við máttum velja okkur nokkrar flíkur :) Ég kom heim með skó, boli, topp, jakka og peysu! Ekki slæmt. Veigar valdi sér alveg helling og Viktor fékk eitt par af skóm :)

* Ég og Viktor komum heim 1.okt. Verðum heima í 17 daga!! Okkur er alveg farið að hlakka smá til :)

* See´ya

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Spurning um að hætta þessu.......

Ég er örugglega sú allra lélegust að blogga.... ég bara nenni þessu ekki!!!!

Spánarferðin var annars æðisleg... náði mér í gott bikinífar fyrir veturinn :) Það var annars bara legið í sólbaði, við sundlaugina eða á ströndinni. Farið að versla og í tívólí... svo gaman :)
Viktor var sko lang bestastur í flugvélinni á leiðinni út og heim. Það er sko ekki erfitt að ferðast ein með lilla mann. Svo fílaði hann hitann og sólina jafn mikið og mamma sín ;)

Spánarlífið er frábært en það er samt alltaf gott að komast heim til sín... :)

Annars erum ég og Viktor ein heima þessa dagana. Veigar fór að keppa með landsliðinu, verður í 10 daga í burtu. Sem betur fer fáum við Viktor góða heimsókn á meðan. Amma Gunna og afi Hansi eru að koma til okkar á laugardaginn og verða hjá okkur í 8 daga. Okku á sko ekki eftir að leiðast með þeim :)

Ég er annars að spá í að koma heim í byrjun okt. og vera heima í 2 vikur. Heilsa uppá liðið og leyfa Viktori að vera með fjölskyldunni sinni meira. Hann er alveg ótrúlega mikill félagsvera og finnst æðislegt að fá einhvern í heimsókn til sín eða bara tala við einhvern í búðinni :)

Ég er mikið að spá í að fara að byrja í skóla aftur..... hef verið að skoða námsefnin bæði í HÍ og HR. Ég veit samt ekkert hvað mig langar að læra.... en mig langar samt að læra eitthvað meira!!!! Ég ætla að taka utan skóla, svo ég get verið hérna heim með Viktor. Það er nefnilega mjög erfitt að fá dagmömmupláss eða setja hann í leikskóla. Hann er kannski líka of ungur til að byrja í leikskóla ;)

Okkur er farið að langa að flytja í stærra hús, með garði og baði :) Erum að skoða fasteignamarkaðinn á fullu núna. Kemur allt í ljós!

Veigar samdi við Stabæk aftur til 3 ára... svona einsog þið flest öll vitið. Mér lýst bara ótrúlega vel á það. Okkur líður mjög vel hérna þannig að við erum mjög sátt :)

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar :) Maður nálgast þrítugsaldrinum með hverju ári.. hehe
Á maður ekki bara að vera sáttur með það??? Ég færi nú létt með að ljúga og segjast vera 16 :)

Eins og ég segi... þá er allt ljómandi gott að frétta af okkur... ég er líka alveg í þvílíku bloggleti þessa daga þannig að ég ætla ekki að lofa ykkur neinu bloggi fljótlega... það kemur bara allt í ljós ;)

Over&Out

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

KominÍSumafrí...

Jæja gott fólk...

Loksins komin í sumafrí.... iiiiiiiiiiiiiiiiii
Ætla bara að segja bless í bili, er að fara til Spánar á morgun í 30 stiga hitann ;) Úfffff

Hafið það gott............... á meðan :)

Sólarkveðja,
Íris

föstudagur, júlí 28, 2006

Fredag

Hello everybody....

Ég fór inná síðuna http://myheritage.com og athugaði hverjum frægum ég líkist. Ég líktist gellunni sem leikur í King Kong og svo kom gellan sem leikur í Charmed ( Miller eitthvað, var með Justin Timb. einu sinni) en svo prófaði ég Veigar og VÁ hvað ég hló mikið... Hann semsagt líktist Alicia Keys, Arnold Swas og Magic Jonson.
Það er kannski lítið hægt að marka þetta því þegar við settum mynd af Viktori þá kom Muhammad Ali :)

Annars er mest lítið að frétta af okkur. Maður er bara að kafna úr hita hérna. Það gengur einhver voða fín hitabylgja og hitinn er svona á bilinu 25-30 á hverjum degi og það dregur ekki fyrir sólina.... jájá ég veit við eigum voða erfitt ;) Viktor sefur bara í bleyjunni á nóttinni og svo er hann bara í samfellu yfir daginn.

Vignir og Silja eru að koma til okkar í heimsókn :) Þau koma 4 ágúst og verða til 9 ágúst. Okkur er farið að hlakka mikið til að fá þau í heimsókn. Það verður gert eitthvað skemmtilegt á hverjum degi :)

Hef annars frá voða litlu að segja ...
Viktor segir : mnmmnn ( Hann er aðeins að fá að pikka inn líka)

Bkv.
Íris og Viktor

mánudagur, júlí 17, 2006

"Smile! It confuses people.."

Jáhá... er svarið við spurningunni þinni Fjóla.. Það er frekar mikið bloggleti í gangi ;)
Enda ekki annað hægt þar sem að sólin skín og hitinn frekar mikill.. en ég ætla ekkert að vera að monta mig við ykkur sem búa á Íslandi ;) Ég er ekki svo vond........ Múhaaaaa!!!

Annars er allt mjög gott að frétta af okkur!!! Fórum í mat til Tom og Astrid um daginn. Leyfðum Viktori og Selmu að leika aðeins saman. Svo kíktum við til Stebba og Hörpu í mat á föstudaginn og enduðum í skemmtilegu grillpartýi alveg til klukkan 4 um nóttina. Það var smá útilegu stemmning í gangi. Sátum úti og hlustuðum á íslensk lög ;)

Á laugardaginn fórum við í tívólíið... (í góða veðrinu)

Í gær var Veigar að keppa og ég og Viktor skelltum okkur á leikinn. Stabæk vann 4-0 og skoraði Veigar fyrstu tvö mörkinn :) Hann var síðan valinn maður leiksins:) Algjör snillingur!!!

Ég er búin að panta farið til Spánar fyrir mig og Viktor. Við förum 10 águst og verðum í 2 vikur :) Mamma og pabbi eru með sumarhús á Alicante og ég og Viktor ætlum að skella okkur til þeirra :) Veigar kemst ekki með útaf fótboltanum :(

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag...

Heyrumst!